Steinunn Edda Steingrímsdóttir, förðunarfræðingur og tískubloggari, mælir með nokkrum nauðsynlegum snyrtivörum fyrir haustið. En byrjum á húðinni: „Húðin mín á það til að verða ofboðslega þurr á veturna og get ég orðið nánast eins og landakort í framan á slæmum kuldadögum. Þá finnst mér alveg frábært að eiga gott serum með miklum raka og kemur þá Hydra Serum frá Make Up Store sterkt inn enda silkimjúkt og létt. Serum er grunnur undir farða og eitthvað sem allar konur ættu að nota enda lætur það bæði farðann líta betur út á húðinni og verndar hana í leiðinni, algjörlega ómissandi í snyrtibuddur landsins.“

Þegar kemur að varalitum segir Steinunn Edda óhætt að draga fram áberandi varaliti. „Ef við snúum okkur að haust- og vetrartrendunum þá halda dökkir varalitir áfram að vera í tísku en rauðbrúnir og allir brúntóna varalitir verða hrikalega heitir."

Nánar er rætt við Steinunni Eddu og fleiri konur um allt sem við kemur snyrtivörum í nýjasta tölublaði Eftir vinnu sem er komið út. Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook .