Þær Feldís Lilja Óskarsdóttir, sem situr í slitastjórn Kaupþings, og Steinunn Guðbjartsdóttir sem situr í slitastjórn Glitnis, áttu saman lögmannsstofuna Nordica sem síðar hét Megin Lögmannsstofa og þar á eftir Festval ehf. Nú hefur félagið verið sameinað Lögmannsstofu Steinunnar Guðbjartsdóttur eftir að Steinunn keypti Feldísi út úr félaginu.

Lögmannstofa Steinunnar Guðbjartsdóttur ehf. fékk yfir 160 milljónir greiddar úr þrotabúi Glitnis á árunum 2009 og 2010. Á árunum 2011 og 2012 hafa greiðslur til Steinunnar farið í gegnum félagið Borgarlögmenn.

Lögmannstofa Steinunnar Guðbjartsdóttur er þó ekki lengur í rekstri lögmannsstofu þar sem tilgangi félagsins var breytt og er hann nú kaup og sala fasteigna og verðbréfa, lánastarfsemi og skyldur rekstur. Nafni félagsins hefur einnig verið breytt og heitir það nú LSG eignarhaldsfélag.

Nánar var fjallað um málið í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.