Steinunn Guðbjartsdóttir lögmaður sem situr í slitastjórn Glitnis, segir að hún og Páll Eiríksson ætli sér ekki að skila þeim tæplega 482 milljónum króna sem nokkrir lífeyrissjóðir telja þau hafa oftekið sér í laun út úr búi bankans. Kemur þetta fram í DV . Lífeyrissjóðirnir hafa sent bréf með þessari kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur.

„Nei, nei, það er alveg ljóst. Við munum ekki fallast á þessa kröfu. Við teljum að hún eigi ekki rétt á sér. Þetta er mjög stórt og umfangsmikið verkefni, þetta eru eignir upp á 850 til 900 milljarða og skuldir upp á 3.600 milljarða,“ segir Steinunn.