Ný stjórn var kjörin yfir endurreistu eignarhaldsfélagi Glitnis á föstudaginn og þá hætti slitastjórn Glitnis störfum. Þetta staðfestir Steinunn Guðbjartsdóttir, sem var formaður slitastjórnarinnar, í samtali við Viðskiptablaðið.

Steinunn segir það eiga eftir að koma í ljós hvað tekur við hjá henni. „Ég hef náttúrulega alltaf rekið mína lögmannsstofu og reikna með að halda því bara áfram,“ segir hún.

Steinunn og Páll voru skipuð í skilanefnd Glitnis banka hf. þann 7. október 2008 þegar Fjármálaeftirlitið ákvað að taka yfir vald hluthafafundar félagsins. Árni Tómasson var upphaflega formaður nefndarinnar, en hann hætti störfum árið 2011. Slitastjórnin tók yfir öll verkefni skilanefndar 1. janúar 2012.