Landsnet hef­ur ráðið Stein­unni Þor­steins­dótt­ur í nýtt starf upp­lýs­inga­full­trúa fyr­ir­tæk­is­ins og ber hún meðal ann­ars ábyrgð á miðlun upp­lýs­inga, skipu­lagn­ingu viðburða og mót­un stefnu Landsnets í sam­fé­lags­miðlun.

Steinunn starfaði áður hjá Hafn­ar­fjarðarbæ sem upp­lýs­inga- og kynn­ing­ar­full­trúi í þrett­án ár. Hún hef­ur einnig unnið við ritstörf, blaðamennsku, bóka- og hand­rita­skrif og ráðgjöf um vef- og sam­fé­lags­miðla.

Stein­unn er með BA próf í sagn­fræði frá Há­skóla Íslands auk þess sem hún hef­ur sótt fjölda nám­skeiða, m.a. hjá End­ur­mennt­un Há­skóla Íslands, tengd markaðsmá­l­um, ra­f­ræn­um sam­skipt­um, sam­fé­lags­miðlun, skap­andi skrif­um, viðburðar­stjórn­un og op­in­berri stjórn­sýslu.