Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir mun taka sæti Árna Þórs Sig­urðsson­ar á þingi þegar hann læt­ur af þing­störf­um til að sinna starfi sendiherra frá og með 1. janúar 2015. Þessu greinir mbl.is frá.

Stein­unn seg­ir það leggj­ast vel í sig að taka sæti á Alþingi enda gefi maður ekki kost á sér of­ar­lega á lista nema vera reiðubú­inn til þess.

Enn er ekki búið að greina frá því hvar Árni Þór mun verða sendiherra Íslands, en eins og VB.is fjallaði um er talið líklegt að hann verði í Moskvu.