„Ég hef nú ekkert heyrt af þessu máli annað en það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Ég er alveg róleg yfir þessu. Ég tel að það sé ekkert í þessu máli sem ég hef gert sem skapi grundvöll fyrir persónulegri málsókn gegn mér. Ég er bara að vinna að mína vinnu fyrir slitastjórn Glitnis," segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis.

Haft er eftir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, einum þeirra sjö sem slitastjórn Glitnis hefur stefnt fyrir dómstóli í New York, í Viðskiptablaðinu í dag að hann ætli sér að höfða sérstakt mál gegn Steinunni vegna „eiðsvarinna lyga" hennar um að Jón Ásgeir, eða félög honum tengd, eigi mögulega 202 milljónir punda inn á reikningum í Bretlandi. Jón Ásgeir segist ætla að fara fram á kyrrsetningu eigna Steinunnar í tenglsum við málsókn hans.

Steinunn segist ekki hafa neinar áhyggjur af málsókn Jóns Ásgeirs.

„Við erum bara að halda áfram okkar vinnu fyrir Glitni og ég hef engar áhyggjur af því hvort Jón Ásgeir ætlar að höfða mál gegn mér eða ekki."