*

mánudagur, 22. júlí 2019
Innlent 10. ágúst 2018 08:28

Stekkur hagnaðist um 126 milljónir

Félagið Stekkur sem á 53% hlut í öryggisfyrirtækinu Securitas hagnaðist um tæpar 126 milljónir króna á síðasta ári.

Ritstjórn

Félagið Stekkur sem á 53% hlut í öryggisfyrirtækinu Securitas hagnaðist um tæpar 126 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu

Söluhagnaður hlutabréfa nam 147 milljónum króna en hlutdeild fjárfestingafélagsins í hlutdeildarfélögum var jákvæð um 57 milljónir. Heildareignir félagsins námu um 1,2 milljörðum króna í lok síðasta árs en eigið fé þess tæpar 90 milljónir.

Félagið er í eigu Kristins Aðalsteinssonar fjárfestis.