*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Fólk 11. maí 2021 19:02

Stella ráðin til Storytel

„Stafræn útgáfa er framtíðin í bókabransanum,” segir Stella Soffía, nýr verkefnastjóri útgáfu hjá Storytel á Íslandi.

Ritstjórn
Stella Soffía Jóhannesdóttir
Aðsend mynd

Stella Soffía Jóhannesdóttir hefur gengið til liðs við Storytel á Íslandi sem verkefnastjóri útgáfu. Stella á langan feril að baki í bókabransanum og starfaði síðast hjá Forlaginu, meðal annars við útgáfu hljóðbóka og þýddra bóka.

Hún er jafnframt framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík og situr í valnefnd Aþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness. Stella er bókmenntafræðingur að mennt og er með meistarapróf í ritstjórn og útgáfu. 

„Ég er hæstánægð með að hefja störf hjá Storytel, stafræn útgáfa er framtíðin í bókabransanum. Það eru mjög spennandi tímar framundan,” er haft eftir Stellu í fréttatilkynningu. 

Stella er gift Kristjáni Rúnari Kristjánssyni, forstöðumanni í áhættustýringu hjá Íslandsbanka og eiga þau fjögur börn.