*

mánudagur, 16. maí 2022
Innlent 30. apríl 2014 20:02

„Stelpur og tækni“ dagurinn í fyrsta sinn

„Girls in ICT Day“ er haldinn víða um Evrópu. Í ár munu 30.000 stelpur taka þátt í 1.300 viðburðum.

Aðsend mynd

80 stelpum úr 8. bekk fimm grunnskóla verður boðið í Háskólann í Reykjavík og í tæknifyrirtækin Advania, GreenQloud, Hugsmiðjuna og Marorku í tilefni af „Stelpur og tækni“- deginum sem haldinn verður í fyrsta skipti í dag.

Dagurinn á sér erlenda fyrirmynd en „Girls in ICT Day“, eins og hann er kallaður á alþjóðlegum vettvangi, er haldinn víða um Evrópu þann 24. apríl hvert ár. Í ár munu 30.000 stelpur taka þátt í 1.300 viðburðum sem haldnir eru í 100 löndum.

Markmiðið með deginum er að kynna stelpum fyrir möguleikum í upplýsingatækni með dagskrá þar sem þær hitta kvenfyrirmyndir í faginu, fá að spreyta sig á skemmtilegum verkefnum og heimsækja helstu tæknifyrirtæki landsins.