Björgólfur Thor Björgólfsson segir andrúmsloftið á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í ár að mörgu leyti minna hann á andrúmsloftið árið 2008. „Nú er maður ekki jafn mikill busi þegar maður kemur inn í þetta. Maður er búinn að sjá nokkra hringi í þessu," segir Björgólfur sem sótti ráðstefnuna í sjöunda sinn.

„Það var dálítið fyndið að sjá þetta núna samanborið við 2008. Maður fer að skoða hvort það séu einhverjir draugar að koma aftur. Það er allt á blússandifarti og allir rosalega jákvæðir. Þegar árin færast yfir mann fer maður að segja: Er það ekki þegar allir eru búnir að stíga bensíngjöfina í botn sem einhver vandræði verða?“ spyr Björgólfur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .