Lýður Guðmundsson, starfandi stjórnarformaður, og bróðir hans Ágúst, eiga 45% hlut í Existu og sá eignarhluti er algerlega skuldlaus, að sögn Lýðs, og til marks um fjárhagslegan styrkleika þeirra bræðra. Markaðsvirði Existu er nú um 172 milljarðar, sem þýðir að hrein eign þeirra bræðra er um 78 milljarðar þrátt fyrir miklar lækkanir á markaði.

„Þar sem Exista er fjármálaþjónustufyrirtæki er félagið ekki fjármagnað eins og fjárfestingarfélög, heldur nær því sem við myndum þekkja hjá bönkum. Við höfum lagt ríka áherslu á að færa fjármögnun félagsins úr lánum sem eru tryggð með veði í verðbréfum, í langtímalán án tryggingaveðs. Það hefur einnig verið grundvöllurinn fyrir sterkri lausafjárstöðu félagsins, jafnvel í erfiðu árferði eins og nú er,“ segir Lýður Guðmundsson.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali við Lýð í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf-formi hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta smellt á linkinn hér og sótt um aðgang að blaðinu.