Ákveðið hefur verið að leigja út efstu tvær hæðir Útvarpshússins í haust. Um útboð er að ræða og auglýst hefur verið eftir tilboðum í húsnæðið á vef Ríkiskaupa. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að leigan komi ekki í veg fyrir að húsnæðið verði selt innan tíðar.

„Það er enn verið að skoða möguleika á að selja lóð og hús. Það kemur þá til greina að það verði með leigusamningi á þessum efri hæðum. Við erum bara að taka strax fyrsta skrefið í því að reyna að koma okkur betur fyrir í húsnæði sem hæfir umfangi okkar betur. Þetta skref nú hefur tvíþætt markmið, að skapa dýnamískari og betri vinnustað samhliða því sem við öflum viðbótartekna,“ segir Magnús og bætir við að margir hafi sýnt áhuga á að kaupa húsnæðið. Flestir þeirra hafi ekki minni áhuga á húsinu þó að hluti þess sé í útleigu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .