*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 13. desember 2015 12:46

Stendur til að lækka tryggingagjald

Tryggingargjald lækkar um 0,14% um áramótin. Ekki meira svigrúm að mati fjármálaráðherra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að til standi að lækka tryggingargjaldið um 0,14% um áramótin en að það væri ekki svigrúm til frekari lækkana strax. 

„En það sem er að ger­ast hér á ár­inu 2015 er að við erum að taka út meiri launa­hækk­an­ir held­ur en við stönd­um und­ir. Þetta er bara svona. Það veld­ur því að það er ekki svig­rúm í rík­is­fjár­mál­um til þess að mæta öll­um vænt­ing­um,“ sagði Bjarni. 

Líkt og greint hefur verið frá í Viðskiptablaðinu er SALEK-samkomulagið í ákveðnu uppnámi vegna þess að engar áætlanir eru um að lækka tryggingagjald af einhverju ráði. Bjarni sagði það ekki standa í SALEK-sam­komu­lag­inu að trygg­inga­gjald eigi að lækka stór­lega um ára­mót­in. Hins veg­ar standi til að gera það.

„Við vilj­um fyrst og fremst hækka laun. Það sem hef­ur komið fram í þess­ari kjaralotu eru hækk­an­ir sem eru um­fram það sem við raun­veru­lega stönd­um und­ir,“ segir Bjarni.