Lárus Sigurður Lárusson var nýlega ráðinn inn til Lögmanna Sundagörðum en hann hefur starfað hjá Samkeppniseftirlitinu síðustu fimm ár.

„Það er nú þannig að þegar maður hefur unnið hjá ríkinu lengi þá þarf maður að ákveða hvort maður ætli að daga þar uppi eða hvort maður ætli að gera eitthvað annað. Það er nú oftast með lögfræðinga að þeir fara til ríkisins þegar þeir útskrifast. Þeir eru þá í ákveðnum skóla þar áður en þeir fara í lögmennskuna eða einkageirann. Minn skóli var búinn að vera í lengri kantinum og kannski mun lengri en ég ætlaði mér. Þetta skref var búið að vera í bígerð lengi, en það ílengdist aðeins vegna þess að Samkeppniseftirlitið er góður vinnustaður og góður skóli fyrir lögfræðinga og lögmenn.“

Óperusöngur og lax

Lárus segir þó að sín áhugamál hafi ávallt verið útivera og tónlist. „Ég er menntaður í klassískri tónlist, lærði á píanó og hefur lokið áttunda stigi í óperusöng, tók það áður en ég fór í laganámið.“ Lárus segist ekki flytja málflutningsræð­ ur sínar sem aríur en segir þó að hann geti vel látið í sér heyra.

Lárus segir að nýjasta ástríðan sé laxveiði. „Ég fór í laxveiði fyrir slysni fyrir um það bil þremur árum. Ég hafði ekki mikla trú á því að það gæti verið gaman að standa úti í kaldri á, dögunum saman, að sveifla einhverju priki. Svo varð þetta bara svo þvílík ástríða. Þetta er núna gert öll sumur, ég fer alltaf í nokkrar ferðir.“ Lárus segir að laxveiðin sé nú farin að ganga vel hjá honum. „Ég var nokkuð ánægður með síðasta sumar, þá var ég farinn að geta sent fluguna þangað sem ég vildi og fá laxana til að bíta á.

Nánar er rætt við Lárus í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu hér .