Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. („Straumur”) hefur ráðið Stephen Jack sem framkvæmdastjóra Fjármálasviðs. Hann mun starfa undir stjórn Williams Falls, forstjóra Straums, og verður í hópi yfirstjórnenda bankans. Starfsstöð hans verður í London.

Markmið Straums er að verða leiðandi fjárfestingabanki í Norður- og Mið-Evrópu og er ráðningin liður í því að styrkja undirstöður í starfsemi bankans.

William Fall, forstjóri Straums: „Til þess að styðja við vöxt bankans, er afar mikilvægt að rekstrarundirstöður Straums séu sterkar. Við stefnum að því að verða þekkt fyrir góða viðskiptahætti og góð samskipti við eftirlitsaðila. Einnig stefnum við að auknu gagnsæi í reikningsskilum okkar og ítarlegri upplýsingagjöf til fjárfesta. Ég tel að löng og víðfeðm reynsla Stephens hjá nokkrum af virtustu fjármálastofnunum heims muni hjálpa okkur að ná markmiðum okkar og bæta þjónustu okkar við bæði hluthafa og viðskiptavini. Það er mér því mikil ánægja að bjóða hann velkominn í hópinn.“

Stephen Jack starfaði sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Collins Stewart Tullet plc á árunum 2004 til 2006. Frá árinu 2001, starfaði hann sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Tullett & Tokyo Liberty plc og þar áður í tvö ár hjá ING Barings Global, einnig sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Jack starfaði í 13 ár hjá Dresdner Kleinwort Benson, eða til ársins 1999, þar sem hann gegndi ýmsum störfum innan fjármálsviðs fyrirtækisins.

Um Straum

Straumur býður upp á heildstæða og samþætta fjármálaþjónustu, með áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki, fagfjárfesta og einstaklinga. Bankinn býður meðal annars upp á þjónustu á sviði markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar, fjármögnunar og eignastýringar.

Straumur er stærsti fjárfestingabankinn hér á landi og sjötta stærsta félagið sem skráð er í Kauphöll Íslands. Markaðsvirði bankans er 2,35 milljarðar evra og námu heildareignir hans 6,886 milljónum evra í lok þriðja ársfjórðungs 2007. Langtímalánshæfiseinkunn Straums hjá matsfyrirtækinu Fitch Ratings er BBB-. Með innri og ytri vexti hefur bankinn sett á fót starfsstöðvar í tíu löndum, þar á meðal Bretlandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Tékklandi. Hjá honum starfa nú um 450 manns. Markmið Straums er að verða leiðandi fjárfestingabanki í Norður- og Mið-Evrópu. www.straumur.net