Sterk fylgni er á milli hve skuldsett rekstrarfélögin eru og gengisþróunar hlutabréfa þeirra, að því er greiningardeild Kaupþings segir.

Alfesca[ A ], sem er með yfir 45% eiginfjárhlutfall, hefur hækkað mest frá áramótum eða um 5,2% á meðan Teymi [ TEYMI ] sem er með 18,6% eiginfjárhlutfall lækkaði mest á tímabilinu eða um 65,5% frá áramótum. Önnur félög með lágt eiginfjárhlutfall – minna en 25% s.s. Bakkavör[ BAKK ] , Eimskipafélagið [ HFEIM ] og 365[ 365 ] – hafa sömuleiðis lækkað meira en 40% frá áramótum, að sögn greiningardeild Kaupþings.

Greiningardeildin segir að þegar við bætist að íslensku rekstrarfélögin hafa mörg hver ekki sýnt viðunandi arðsemi á undanförnum árum og í mörgum tilfellum verið mun skuldsettari en keppinautar þeirra þá er skiljanlegt að varanlegur áhugi á rekstrarfélögunum hafi ekki náð að myndast.