Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra segist finna fyrir sterkum öflum í samfélaginu sem berjist gegn afnámi verðtryggingunni. Þetta kom fram þegar Sigmundur kom í þáttinn Bítið á Bylgjunni í morgun.

„Það er bara hávaðinn sem kemst í gegn, ekki staðreyndir málanna,“ sagði Sigmundur þegar hann er spurður hvort hann vilji ekki ræða verðtrygginguna við stjórnarandstöðuna á þinginu.

Þegar Sigmundur var spurður hvort að þessi öfl sem væru að berjast gegn afnámi verðtryggingar og hvort þessi öfl tengdust sjálfstæðisflokknum, lífeyrissjóðunum eða bönkunum sagði hann að hann vildi ekki „heimfæra það á ákveðna flokka“.

Hægt að afnema þrátt fyrir andstöðu fjármálaafla

Aðspurður hvort að hægt sé að afnema verðtryggingu í óþökk fjármálaafla segir hann að stjórnvöld fari með löggjafarvaldið og geti farið sínu fram þrátt fyrir andstöðu fjármálaafla.