Varla hefur annað komist að í fréttum en heimsfaraldurinn undanfarna mánuði, bæði á Íslandi sem annars staðar. Þar ræðir enda um efni sem snertir alla með beinum hætti.

Það er því athyglisvert að sjá hvert fólk leitar helst eftir brýnum og áreiðanlegum fréttum. Vestur í Bandaríkjunum hefur það verið kannað, en varla kemur á óvart að þar reiða sig færri helst á beinar útsendingar úr Hvíta húsinu, en til dæmis frá almannavörnum á Íslandi.

Þar sést sterk staða landsmiðla vel, fyrst og fremst sjónvarpsstöðva og 2-3 dagblaða, en jafnframt milliliðalausar fréttir heilbrigðisyfirvalda á netinu.