Ef kosið yrði í dag myndi samsetning Alþingis verða svipað og það er nú, með sjö flokkum, þar sem Sjálfstæðisflokkur yrði stærstur en Samfylkingin myndi enn hjara inni með 5,7% og þrjá þingmenn.

Helsta breytingin væri að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð myndu bæta við sig og þannig yrði mögulegur meirihluti þessara flokka auk Viðreisnar stærri en nú er, eða 35 manns í stað 32 nú.

Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birtist í morgun, en hún sýnir að fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri yrði jafn sterk og hún yrði í dag, með 34 þingmenn.

Helstu niðurstöðurnar yrðu þá:

  • Sjálfstæðisflokkurinn: 31,8% og 23 þingmenn (29% og 21 nú)
  • Vinstri grænir: 17% og 11 (15,9% og 10 nú)
  • Píratar: 13,1% og 8 (14,5% og 10 nú)
  • Framsóknarflokkurinn 9,7% og 6 (11,5% og 10 nú)
  • Viðreisn 10,1% og 6 (11,5% og 8 nú)
  • Björt framtíð 10,8% og 6 (7,2% og 4 nú)
  • Samfylkingin 5,7% og 3 (5,7% og 3)