Sterkur orðrómur er á kreiki um að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, hafi keypt 30% hlut í Formúlu 1 liði Williams.

Williams liðið, sem Sir Frank Williams stofnaði á áttunda áratug síðustu aldar, er eitt af goðsögnunum í breskri íþróttasögu og hefur unnið fjölda titla í Formúlu 1. Williams liðið er að 70% í eigu Sir Frank Williams og 30% í eigu tæknistjórans, Patrick Head.

Ef fótur er fyrir þessum orðrómi yrði þetta í fyrsta sinn í 40 ára sögu liðsins sem seldur yrði hlutur í Williams

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf formi hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .