Danska lággjaldaflugfélagið Sterling Airlines hefur ákveðið að hætta flugi til og frá Finnlandi, samkvæmt frétt finnsku fréttastofunnar STT.

STT segir Sterling loka flugleiðunum alfarið í október á þessu ári þar sem að hagnaður af starfseminni í Finnlandi hafi verið undir væntingum eigenda félagsins.

FL Group keypti Sterling af eignarhaldsfélaginu Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, í fyrra fyrir 15 milljarða króna.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eiga Sterling og sænski keppinauturinn FlyMe í viðræðum um hugsanlegt samstarf eða samruna félaganna. Heimildarmenn segja að ef samningar nást sé um öfuga yfirtöku (e. reverse takeover) að ræða og að FL Group nái yfirráðum í sameinuðu félagi.

Ekki náiðist í Almar Örn Hilmarsson, forstjóra Sterling, til að bera undir hann frétt finnsku fréttastofunnar.