Danska lágggjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu Northern Travel Holding, hefur nú boðið öllum viðskiptavinum sænska lággjaldaflugfélagsins FlyMe, fría flugmiða frá þeim áfangastöðum sem fólk er statt á, segir í frétt á vefsíðu danska viðskiptablaðsins Børsen.

Í tilkynningu á heimasíðu FlyMe segir að félagið hafi óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Þess má geta að eignarhaldsfélagið Fons átti 20% hlut í FlyMe en seldi hann í lok síðasta árs.

Í frétt Børsen segir að Sterling sjái nú tækifæri á sænska markaðnum eftir gjaldþrot FlyMe og yrði þá í mikilli samkeppni við flugfélagið SAS.

?Starfsmenn okkar eru tilbúnir að vinna mikið á næstu 30 dögum. Og eftir það munum við vonandi fá aukaflug. Gjaldþrot FlyMe gefur okkur möguleika á að koma inn á sænska markaðinn,? segir Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, í samtali við Børsen.