Norræna lággjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu íslenskra fjárfesta, flutti 16,1% fleiri farþega fyrstu sjö mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra, segir á norsku flugvefsíðunni boarding.no. Alls flutti félagið tæplega 1,19 milljónir farþega á fyrstu sjö mánuðum ársins 2005.

Fjöldi farþega í síðasta mánuði jókst um 6% og námu þeir um 250 þúsund, segir í fréttinni.

Sterling er að renna saman við danska félagið Mærsk Air. Alls flugu um 1,5 milljónir farþega með félaginu fyrst sjö mánuði ársins, og er það aukning um 27%. Um 300 þúsund farþegar flugu með Mærsk Air í síðasta mánuði, og jukust farþegaflutningar félagsins um 25% miðað við júlí í fyrra.