Skandinavíska lágfargjaldaflugfélagið Sterling hefur gert milljarða samning um leiguflug fyrir ferðaskrifstofuna Star Tour segir í Vegvísi Landsbankans. Um 220.000 farþegar Star Tour munu fljúga í leiguflugi með Sterling á næsta ári til fjölmargra áfangastaða í Evrópu, m.a. Mallorca og Algarve. Upphæð samningsins er ekki uppgefin en samningurinn er talinn hlaupa á milljörðum króna segir í Vegvísi.

Samningurinn þýðir að tvær af vélum Sterlings munu vera í stanslausi flugi fyrir Star Tour á samningstímabilinu sem er frá apríl til október. Haft eftir Niels Brix upplýsingafulltrúa Sterling í danska dagblaðinu Börsen að rekstrarstaða félagsins muni styrkjast.