*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 27. febrúar 2006 16:05

Sterling segir upp 5% af flugmönnum fyrirtækisins

Ritstjórn

Sterling hefur ákveðið að skera niður fjölda flugmanna fyrirtækisins um 5%, segir í frétt danska viðskiptablaðsins Børsen.

Félagið segir ástæðuna fækkun ferðamanna vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni, sérstaklega til Mið-Austurlanda, en flugfélagið er til að mynda hætt flugi til Egyptalands.

Að auki er fuglaflensan, sem nýlega greindist í Frakklandi, nefnd sem ástæða fyrir samdrætti.

Hjá fyrirtækinu starfa 366 flugmenn. Sterling er í eigu FL Group, en fyrirtækið samþykkti að kaupa norræna lággjaldaflugfélagið fyrir 15 milljarða í fyrra. Seljandinn var eignarhaldfélagið Fons.