Lággjaldaflugfélagið Sterling stefnir nú að því að verða umhverfisvænsta flugfélag Evrópu. Lækka á útblástur koltvísýrings og farangursþyngd lækkuð, segir í frétt á vefsíðu Berlinske Tidende í dag.

Stefnt er að því að lækka koltvísýringshlutfall um 10 % á hvern farþega. Þessu markmiði skal náð með nýjum stýris- og lendingarbúnaði sem og lækkun hámarksþyngdar á hvern farþega.

Í fréttinni er haft eftir Almari Erni Hilmarssyni, forstjóra Sterling, að félagið hafi lengi rætt um það og komist að því að óskin um að bæta umhverfið og peningasparnaður fylgist að. Þess vegna hafi forráðamenn þess ákveðið að stefna að því að lækka koltvísýringshlutfall á hvern farþega um 10% á næstu 3 árum.