Samanlagt tap íslenskra fjárfesta, og þá einkum Fons frá því að Sterling var keypt árið 2005, nemur að minnsta kosti rúmum einum milljarði danskra króna, meira en 20 milljörðum íslenskra króna.

Þetta kemur fram í frétt Børsen.

Samanlagt rekstrartap Sterling frá þessum tíma nemur 938 milljónum danskra króna en við það bætast síðan útistandandi kröfur þannig að heildarupphæðin nemur meira en 20 milljörðum íslenskra króna.

Við þá upphæð má síðan bæta kaupverðinu sem greitt var fyrir Sterling og Maersk Air á sínum tímum.

Þótt ýmsar upphæðir hafa verið nefndar í því sambandi er ljóst að heildartapið vegna Sterling-ævintýrsins nemur líklega langt á þriðja tug milljarða íslenskra króna.