Gengi breska Sterlingspundið hefur lækkað undanfarna daga og hefur nú ekki verið veikara gagnvart evru í um fimm mánuði.

Að sögn BBC kemur veikingin til eftir að Englandsbanki varaði við því í síðustu viku að erlendir fjárfestar hefðu við núverandi aðstæður lítinn á huga á að fjárfesta í Bretlandi í núverandi ástandi.

Í morgun stóð pundin í 1,1016 gagnvart evru, sem er það lægsta í fimm mánuði en á sama tíma stóð pundið í 1,6134 gagnvart Bandaríkjadal sem er það lægsta í þrjár vikur. Rétt er þó að geta þess að gengi pundsins er nú hærra en það var í byrjun ársins þó það hafi lækkað samfellt síðustu vikur.