Sterlingpundið lækkaði í dag gagnvart evru, annan daginn í röð, og hefur ekki verið lægra frá því hin sameiginlega mynt var kynnt til sögunnar árið 1999, að því er fram kemur hjá Bloomberg fréttaveitunni. Lækkunin er rakin til lækkunar húsnæðisverðs í Bretlandi og vangaveltna um að Englandsbanki muni lækka vexti til að styrkja efnahaginn.