Framkvæmdastjóri Apple, Steve Jobs, hefur greint frá því að hann muni taka veikindaleyfi fram í júní. Jobs sagði að heilsufarsvandi sinn væri flóknari en áður hefði verið talið, að því er fram kemur í WSJ.

Hann sagði að forvitni um heilsu sína truflaði fyrirtækið og að Tim Cook, rekstrarstjóri fyrirtækisins, mundi sinna daglegri stjórnun þess. Sjálfur mundi hann þó áfram taka þátt í meiriháttar stefnumótandi ákvörðunum.

Jobs veitti ekki frekari upplýsingar um heilsufar sitt, en í liðinni viku sagði hann frá því að hann þjáðist af hormónaójafnvægi.