Steve Jobs, sem gerði Apple að stóveldi, er látinn. Hann hætti sem forstjóri fyrirtækisins eftir erfið veikindi í ágúst síðastliðnum. Á fréttavefnum Cnet news og Wall Street Journal segir að þá voru liðin sjö ár frá því hann var skorinn upp fyrir sjaldgæfu krabbameini. Í apríl 2009 fór hann í lifraígræðslu og hefur af og til verið frá vinnu vegna veikinda.

Vegna þess hversu nafn hans hefur verið tengt vörumerki Apple stóð hann vaktina eins lengi og mögulegt var. Þegar hann tilkynnti að hann myndi stíga til hliðar og taka við sem stjórnarformaður lækkaði verð hlutabréfa Apple í kjölfarið.

Steve Jobs var ekki viðstaddur þegar nýr forstjóri Apple kynnti uppfærslu á iPhone 4 á þriðjudaginn. Hann fæddist í San Francisco árið 1955. Hann hélt upplýsingum um veikindi sín allan tímann fyrir utan kastljós fjölmiðla. Jobs lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.