Steve Jobs, stofnandi og forstjóri Apple, hættir sem forstjóri félagsins í dag vegna veikinda. Tim Cook, framkvæmdastjóri félagsins, mun taka við umsjón á daglegum rekstri.

Apple sendi frá sér fréttatilkynningu um breytingarnar í dag en Steve Jobs sendi öllum starfsmönnum tölvupóst í morgun.

Kemur fram að hann bað stjórn Apple um leyfi til að stíga til hliðar vegna heilsu og varð stjórnin við þeirri ósk. Hann verður þó áfram viðriðinn stærri ákvarðanir félagsins.

Jobs segist elska Apple og vonast til að snúa aftur sem allra fyrst.