Steypustöð Akureyrar hagnaðist um rúmlega 41,5 milljónir á síðasta ári. Það er mun meira en árið 2012 þegar félagið hagnaðist um rétt rúmlega tvær milljónir króna. Eignir félagsins í árslok námu rúmum 88,9 milljónum króna og bókfært eigið fé var neikvætt um 25,6 milljónir. Það er einnig betra en í árslok 2012 þegar eigið fé var neikvætt um rúmlega 67 milljónir króna.

Tekist hefur að lækka skuldir um 37 milljónir milli ára. Tveir hluthafar eru í félaginu, Björn Konráðsson með 50% og Margrét Konráðsdóttir með 50%. Hagnaður ársins var færður til jöfnunar á tapi fyrri ára.