*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 25. nóvember 2004 17:19

Steypustöðin ehf. fær lóð á Akranesi

Atlantsolía fær að setja upp aðstöðu við höfnina

Ritstjórn

Akraneskaupstaður hefur úthlutað Steypustöðinni ehf. í Reykjavík iðnaðarlóðinni númer 6 við Höfðasel. Fyrirtækið sótti einnig um lóðina við hliðina, númer 8, en nauðsynlegt er að gera rannsókn á þeirri lóð þar sem mögulegt er að hluti gömlu sorphauganna nái inn á hana. Fyrr en niðurstöður úr þeirri rannsókn liggi fyrir mun bærinn ekki úthluta lóðinni segir í frétt á heimasíðu Skessuhorns, héraðsfréttablaðs á Vesturlandi.

Þá hefur hafnarstjórn Akraneshafnar samþykkir að heimila Atlantsolíu uppsetningu á aðstöðu fyrir olíudælu við enda svonefndrar flotbryggju enda annist Atlantsolía allan kostnað við uppsetningu og frágang, sem skal vera í samræmi við lög og reglur. Þar sem breytingar kunna að verða á staðsetningu á afgreiðslu olíu til smábáta í framtíðinni er leyfið veitt til fimm ára.