Eignarhlutur Miðengis ehf. í Steypustöðinni hefur verið tekinn úr opnu söluferli. Eignarhluturinn var auglýstur til sölu þann 24. nóvember sl.

Í fréttatilkynningu frá Miðengi ehf. kemur fram að söluferlið var opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylltu skilyrði til þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, auk þess sem skilyrði var sett um verulegan fjárhagslegan styrk og viðeigandi þekkingu. Samtals skiluðu tuttugu aðilar inn trúnaðaryfirlýsingum og fengu afhent kynningargögn um félagið. Fimm aðilar skiluðu inn óskuldbindandi tilboðum og var tilboði hæstbjóðanda hafnað.

„Það eru ákveðin vonbrigði að ekki hafi tekist að selja Steypustöðina en óvissa í rekstrarumhverfi hennar gerir það að verkum að við ákveðum nú að taka eignarhlut okkar úr formlegu söluferli,“ er haft eftir Ólaf Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri Miðengis ehf í fréttatilkynningu.

Söluferlinu er nú lokið en eignarhluturinn er auglýstur áfram til sölu á heimasíðu Miðengis.