Nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar funda nú í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Á fundinum eru einnig fulltrúar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, eftir því sem næst verður komist.

Fundir í bústaðnum hafa staðið yfir frá því snemma í morgun.

Reglubundnum ríkisstjórnarfundi sem halda átti í morgun hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Undanfarna daga hefur verið beðið eftir því að ríkisstjórnin kynnti samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Síðustu fregnir hermdu að sú yfirlýsing kynni að koma í dag.Það hefur þó ekki fengist staðfest hjá forsætisráðuneytinu. Enginn blaðamannafundur hefur heldur verið boðaður.