Íris Guðrún Ragnarsdóttir segist hafa trú á því að hægt sé að skapa alveg jafnmikla starfsánægju hjá hinu opinbera og í einkageiranum.

„Markmið mitt er að hafa jákvæð áhrif á fyrirtækjamenninguna því ég hef trú á því að það sé hægt að ná jafnmiklum árangri í opinbera geiranum og einkageiranum hvað varðar mannauðsstjórnun og þroskastig mannauðsstjórnunar,“ segir Íris Guðrún.

„Þar hjálpar sú faglega aðferðafræði sem notuð er í mannauðsstjórnun, við ráðningar, fræðslu og frammistöðustjórnun. Það er stífara umhverfi hjá hinu opinbera, en engu að síður þá er hægt að skapa alveg jafngóða fyrirtækjamenningu þar eins og í einkageiranum. Allt eru þetta fyrirtæki.“

Íris Guðrún segist alltaf hafa haft áhuga á þessum málaflokki, en telur jafnframt að það sé gott að hafa grunn í fjármálageiranum.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .