Ólafur Ragnar Grímsson forseti er meðal ræðumanna á ársfundi alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar The World Economic Forum (WEF) sem hefst í Sviss á miðvikudag. Ólafur Ragnar flytur erindi sitt á föstudag en meðal ræðumanna þann dag eru bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain og hagfræðingurinn Joseph Stiglitz.

Á ársfundum stofnunarinnar koma jafnan saman margir af helstu leiðtogum heims og ræða þau mál er þykja helst aðkallandi í efnahagslífinu hverju sinni. Meðal þess sem verður rætt á þeirri málstofu sem Ólafur Ragnar tekur þátt í er vaxandi pólitískur óstöðugleiki í heiminum og þátt slíks í efnahagslegum óstöðugleika. Málstofan er haldin í samstarfi við sjónvarpsstöðin Al Jazeera og verður jafnóðum þýdd bæði á ensku og arabísku. Málstofunni verður því sjónvarpað og er hún opin fjölmiðlum.