Joseph Stiglitz, einn af kunnustu hagfræðingum heims, hefur varað við því að framtíð evrunnar sé óviss og ekki sé víst að gjaldmiðilinn lifi af vegna þeirra vandamála sem Evrópuríkin eiga við að etja. Þetta kemur fram á vef Telegraph.

Stiglitz telur að niðurskuður ríkisútgjalda í evruríkjunum geti skaðað efnahag álfunnar til frambúðar. Stiglitz, sem er fyrrum aðalhagfræðingur Alþjóðabankans í Washington,nóbelsverðlaunahafi og ráðgjafi Bill Clinton, telur að hætta sé á að spákaupmenn kunni brátt að setja þrýsting á Spán.

Spánverjar urðu fyrir því áfalli í vikunni að lánshæfiseinkunn landsins var lækkuð úr AAA í Aa1. Gríðarlegt atvinnuleysi er í landinu og mikill halli á ríkissjóðnum.