*

laugardagur, 24. júlí 2021
Innlent 30. apríl 2020 12:29

Stígur úr forstjórastólnum

Útgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson hættir sem forstjóri Brims af persónulegum ástæðum.

Ritstjórn
Guðmundur Kristjánsson
Haraldur Guðjónsson

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Brims hf., af persónulegum ástæðum og hefur stjórn félagsins samþykkt það á reglulegum stjórnarfundi sem fór fram í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu Brims til Kauphallarinnar.

Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður, hefur tekið tímabundið við verkefnum og skyldum forstjóra og mun gera það þangað til að nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Guðmundur situr eftir sem áður í stjórn félagsins.