Eftir Apple viðurkenndi að hægja viljandi á símum viðskiptavina sinna til þess að lengja líftíma rafhlöðunnar hefur fyrirtækið sætt mikilli gagnrýni.

Tim Cook, forstjóri Apple, greindi hins vegar frá því í viðtali við ABC fréttastofuna að næsta uppfærsla á iOS stýrikerfinu muni vera gegnsærra þegar kemur að upplýsingum um ásigkomulag rafhlöðunnar. Þannig munu notendur Apple geta séð hvert ásigkomulag rafhlöðunnar og stillt hvort síminn hægir á sér eða ekki.

„Við munum segja notandanum að við séum að hægja á símanum til þess að hann eigi ekki á hættu að síminn endurræsi sig óvænt,“ sagði Cook. „Og ef þú vilt það ekki geturðu slökkt á því.“