Stimpilgjöld vegna lána til fasteignakaupa á fyrstu eign verða afnumin í dag, 1.júlí.

Ísland er nánast eina vestræna ríkið sem leggur stimpilgjald á öll skuldabréfaviðskipti, bæði veðskuldabréf og aðrar tegundir skuldabréfa.

Í nágrannalöndunum takmarkast slíkur skattur almennt við fasteignaviðskipti.

Afnám stimpilgjaldanna á að miða að því að hjálpa ungu fólki að kaupa sína fyrstu fasteign, en það hefur ekki reynst auðvelt í því árferði sem hefur verið á lánamörkuðum að undanförnu.

Nú er að bíða og sjá hvort og þá hver áhrifin verða á fasteignamarkaðinn, sem hefur verið í mikilli lægð að undanförnu.