Fyrirtækið Atlantic Superconnect er talið hafa kynnt hugmyndir um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands fyrir íslenskum stjórnvöldum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Þær hugmyndir sem fyrirtækið hefur sett fram er sagðar vera nokkuð frábrugðnar þeim sem komu fram í skýrslu verkefnastjórnar sæstrengs. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra lét vinna þá skýrslu árið 2016.

Fyrirtækið gerir ráð fyrir fyrir streng sem muni bera sig með flutningi 600-700 MW í stað 1000 MW, sem lagt var upp með í skýrslunni.

Þá ku strengurinn einnig vera tæknilega einfaldari og yrði því ódýrari í lagningu. Strengur AS er einpóla í stað tvípóla, en talið er að einpóla strengur yrði 60-70% ódýrari en strengur sem byggði á tvípóla tækninni.