Uli Hoeness, knattspyrnustjóri þýska knattspyrnuliðsins Bayern Munchen,  hefur verið ákærður fyrir skattsvik. Rannsókn á meintum brotum hans hefur staðið yfir lengi, að því er BBC fullyrðir.

Lögmenn Hoeness hafa einn mánuð til þess að bregðast við ákærunni áður en réttur í Munchen ákveður hvort málið verður tekið til efnislegrar meðferðar.

Hoeness hafði sjálfur samband við skattayfirvöld í Þýskalandi fyrr á árinu vegna innistæðu á bankareikningi sem hann hafði ekki gert grein fyrir. Fréttir af bankareikningnum ollu miklu uppnámi í Þýskalandi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með fréttirnar.

Hvorki Honess né yfirvöld í Þýskalandi hafa látið neitt uppi um það hve miklir peningar voru á bankareikningnum en þýskir fjölmiðlar segja að hann hafi safnað milljónum evra inn á reikninginn í yfir áratug.