Fidji Simo hefur verið ráðin nýr forstjóri Instacart í aðdraganda skráningar á markað en hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri smáforrits Facebook þar sem hún var meðal háttsettustu starfsmanna tæknirisans. Wall Street Journal greinir frá.

Instacart er smáforrit sem býður upp á þjónustu sem að svipar til Uber nema fyrir matvörur. Hægt er að panta matvörur af forritinu og tekjur þá þriðji aðili við pöntuninni og sækir vörurnar og sendist með þær til notandans.

Markaðshlutdeild fyrirtækisins fyrir matvöruheimsendingu var um 20% fyrir faraldurinn en sú hlutdeild hefur meira en tvöfaldast síðan þá. Tekjur þess á síðasta ári voru um 1,5 milljarðar dollara, um 186 milljarðar króna. Markaðsvirði smáforritsins er nú um 39 milljarðar dollara.

Hjá Facebook átti hún stóran þátt í að fá meira myndbandsefni á samfélagsmiðilinn með innleiðingu Facebook Live og Facebook Watch. Þá sá hún einnig um innleiðingu stefnumótaforrits Facebook, Facebook dating.

Hún tekur við starfinu af Apoorva Mehta sem að stofnaði fyrirtækið árið 2012 en hann tekur við stóða stjórnarformanns hjá forritinu.