Stjórn fjölmiðlafyrirtækisins, sem meðal annars rekur Fréttablaðið og Stöð 2, hefur ákveðið að nýta hluta heimildar til hækkunar hlutafjár um rúmlega 82 milljónir króna, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Hlutirnir munu verða afhentir Diskinum ehf. vegna leiðréttingarákvæðis í samningi Dagsbrúnar hf. (nú 365 hf.) við kaup á Senu ehf. í febrúar 2006.

Heildarhlutafé fyrir hækkun var 3.286.671.824 krónur. Heildarhlutafé eftir hækkun nemur  3.368.807.348 krónum. Hækkunin tekur gildi er hún hefur verið skráð hjá fyrirtækjaskrá.