Greint var frá því í Pittsburgh í gær að stjórn Alcoa Inc. hafi skipað Klaus Kleinfeld forstjóra fyrirtækisins.

Kleinfeld er 50 ára gamall og tekur við af Alain Belda sem mun áfram gegna stöðu stjórnarformanns fyrirtækisins. Alcoa Inc. er eigandi Fjarðaáls í Reyðarfirði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alcoa.

Kleinfeld tók við stöðu aðalframkvæmdastjóra Alcoa Corp. í ágúst á síðasta ári og hefur setið í stjórn fyrirtækisins frá árinu 2003.

Kleinfeld var áður forstjóri Siemens AG þar sem hann starfaði í tuttugu ár. Á þeim tveimur árum sem hann stýrði samstæðunni gjörbreyttri hann rekstri hennar til hins betra. Hann lagði áherslu á þrjú vaxtarsvið og jók tekjur samstæðunnar um meira en 16 milljarða bandaríkjadala árið 2006.

Undir hans stjórn náðu rekstarsvið fyrirtækisins háleitum tekjumarkmiðum og virði fyrirtækisins nær tvöfaldaðist. Kleinfeld situr í stjórn Bayer AG og ýmissa annarra alþjóðlegra fyrirtækja.

Kleinfeld er með doktorsgráðu í stjórnun frá háskólanum í Wuersburg í Þýskalandi. Hann lauk meistaranámi í viðskiptastjórnun og hagfræði við háskólann í Goettingen í Þýskalandi árið 1982.