Í morgun sendi stjórn BNbank frá sér yfirlýsingu til kauphallarinnar í Osló umyfirtökutilboð Íslandsbanka. Í yfirlýsingunni er m.a. greint frá því að stjórnin mæli með því við hluthafa að þeir taki tilboðinu. Stjórnin telur verðið vera gott og bæði Stjórnin og fulltrúi starfsmanna telja að og að vel sé hugað að hagsmunum starfsmanna með yfirtökunni.

Tilboð Íslandsbanka hefur einnig fengið góðar viðtökur frá hluthöfum og lýsti Skagen Vekst sem á 5,6% eignarhlut í BNbank því yfir í viðtali við viðskiptablað í Noregi (Dagens Næringsliv) í dag að sjóðurinn muni samþykkja yfirtökutilboð Íslandsbanka í BNbank ef ekki bærist hærra tilboð. 5,6% hlutur Skagen Vekst kemur til viðbótar þeim 60% hlut sem Íslandsbanki hafði áður tryggt sér, fer því nærri að um 2/3 hluthafa BNbank hafi skuldbundið sig eða lýst yfir stuðningi við yfirtökutilboði Íslandsbanka. Þetta kemur fram á vef Kauphallarinnar.