*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 19. nóvember 2004 16:00

Stjórn Burðarás ákveður að hækka hlutafé félagsins

Ritstjórn

Á hluthafafundi Burðaráss hf. í gær var samþykkt heimild til stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 1.119.047.931. Breyting þessi hefur verið felld inn í samþykktir félagsins. Á stjórnarfundi þann 19. nóvember ákvað stjórn félagsins að hækka hlutafé félagsins um kr. 259.697.627 en áður hafði hlutafé félagsins verið hækkað um kr. 859.120.017. Heildarhækkunin nemur því kr. 1.118.817.644 og er hlutafé félagsins því kr. 5.558.817.644.